Færsluflokkur: Bílar og akstur
9.6.2019 | 07:17
Engar vísbendingar?
Þarf að færa löggunni sannanir á silfurfati til að þeir nenni að ransaka mál.
Ég hef heyrt að það sé eithvað til sem heitir fingraför og lifssýni. Það hefði kanski verið rétt að leita slíkra vísbendinga áður en bæjarstarfsmenn eru látnir henda öllu saman á haugana.
Sorpið reyndist kannabisúrgangur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.2.2018 | 15:10
Hættið þessari vitleysu
Er ekki hægt að útbúa sérstakt leikherbergi á Alþingi fyrir Pírata og Samfylkinguna svo hinir þingmennirnir geti unnið í friði.
Sigríður vildi birta gögnin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.1.2018 | 12:22
Einboðið, hvað þíðir það
Hvað þíðir þetta orðskripi. Á maðurinn við að botaskyldan sé augljós, sjálfsögð eða kanski óumdeild. Hann er jú lögfræðingur og vinnur við skrifa óskiljanlegan texta þannig að hann og hans félagar hafi vinnu við að túlka það síðar.
Fréttir eiga hins vegar að vera skýrt fram settar þannig að ekki þurfi lögspekinga til að túlka þær.
Einboðið að það sé bótaskylda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.8.2017 | 19:02
ISIS eða Bandaríkjamenn
Nú er ég loksins sammála Trump.
Menn geta ekki breitt sögunni með því að fjarlægja styttur. Hver er munurinn á því sem er að gerast í suðurríkjunum og því sem ISIS liðar hafa verið að gera í Afríku.
Lærum af fortíðinni og reynum frekar að breyta framtíðinni til hins betra. Stytturnar gera engum mein þær eru bara minnisvarðar um hvernig fortíðin var.
Það er eflaust hægt að grafa einhvern óhroða upp um flesta þá sem styttur hafa verið reistar til minningar um og eigum við þá að fjarlægja styttuna? Eiga Kristnir menn að rífa niður styttur af Rómverskum keisurum af því að undirmaður eins þeirra lét krossfesta Jesús? Hvar endar svona vitleysa?
Trump harmar fall Suðurríkjastytta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.8.2017 | 21:27
Ranghugmyndir eru algengar
Það er mikið um ranghugmyndir um allar gerðir fólks.
Ranghugmyndir um eikynhneigð algengar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.5.2017 | 07:10
Og hvað með það
Hverjum er ekki sama hvað þessi afdankaði vælupúki segir og gerir.
Blaðamenn, í Guðs bænum áttið ykkur á því að fólk hefur ekki áhuga á hvað SDG hefur að segja. talið um eithvað jákvætt og látið hann væla í friði
Fyrrverandi formenn stjórna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.4.2017 | 17:38
þetta er engin afsökun.
Engar afsakanir eru teknar gildar ef þú ekki skilar skattskýrslu á réttum tíma þó það sé vegna anna í þinni vinnu. Engin afsökun ef sakborningur mætir ekki fyrir rétt vegna anna í sinni vinnu og þannig má lengi telja.
Af hverju geta opinberir starfsmenn alltaf afsakað sig með önnum og manneklu. Hættið þessu væli og ljúið ykkar verkum á réttum tíma. Almenningur á rétt á því, fyrir það borgum við okkar skatta og skyldur
Ómöguleg staða hjá embættunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.4.2017 | 16:06
Hvers konar meðferð þurfa Þingmenn
þegar íslendingar heimsækja mig í Svíþjóð finnst mörgum fáránlegt að þurfa að fara í áfengisverslun hér til að kaupa vín, bjór og sterkt áfengi. Tala um afturhaldsemi svía og finnst skrítið að þetta sé ekki selt í búðum og bensínstöðvum eins og í Danmörku. Mér finnst því merkilegt ef svo mikill meirihluti sé gegn breytingum á Íslandi.
Það sem ég heyri að fer helst í fólk er rýmkun heimilda til að auglýsa áfengi sem er líka fáránlegt.
Leyfið sölu áfengis í verslunum með einhverjum skinsamlegum reglum en bannið áfram að auglýsa áfengi og lokið ÁTVR. Aðgengið er nú þegar það mikið og gott að þetta myndi engu breyta í þeim efnum.
Býður þingmönnum í meðferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.4.2017 | 21:55
um hvað er maðurinn að tala
Heldur "hæstvirtur" fjármálaráðherra að hann geti bara fest gangi krónunnar við annan gjaldmiðil með einhverri hokus pokus þulu. Til að það gangi þarf peninga- og atvinnu-málastefnu til að stýra raungengi Krónunnar og af orðum hans að dæma veit hann ekki um hvað það mál snýst.
Hann veit kanski ekki að almenningur í flestum eða öllum minni ríkjum Evru svæðisins og sumum þeirra stærri líka, vildi óska að þeir hefðu eigin gjalmiðil til að geta stýrt sínum efnahagsmálum og atvinnustigi. Sami almenningur horfir í raun öfundaraugum til Íalands sem getur stýrt sínum málum, meðal annars með genginu.
Benedikt, láttu Krónuna vera.
Óbreytt ástand óforsvaranlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.2.2017 | 09:44
því miður engar ýkjur
Umræða um aukna glapatíðni í Svíþjóð er ekki frá Trump eða hans prelátum komin heldur m.a. frá sænskum stjórnvöldum. Yfirmaður (kona) lögreglunar í suður svíþjóð var rekin nýlega vegna þess að ekki hefur náðst árangur í að stemma stigu við auknum glæpum m.a. í Malmö. Ef ég man rétt var líka á mörkunum að ríkislögreglustjórinn héldi sínu starfi.
Seinni part síðasta árs var fjöldi nauðgana og árása á ungar stúlkur orðin slíkur að yfirvöld kvöttu foreldra til að láta þær ekki vera einar á ferð á leið heim ur skóla og íþróttaiðkun. fyrstu daga þessa árs voru daglega fréttir af skotárásum í vissum svæðum í Malmö. Tugir bíla voru brendir á síðast ári og þegar sú bylgja reis hæst i haust var stundum kveikt í meira en 10 bílum á hverri nóttu og svo mætti lengi telja.
Stjórnvöld í Svíþjóð eru í panik vegna aukinna glæpa og aldrei hafa fleiri lögreglumenn hætt störfum í suður svíþjóð en á síðasta ári. Að hluta til vegna yfirmannsins sem var rekinn en að hluta vegna álags sem fylgir að ransak glæpi meðar inflytjenda og flóttamanna. þar rekst lögreglan á vegg þöggunar og þó fjöldi fólks sé vitni að glæpum, til og með morðum, hefur enginn séð neitt.
út á við reyna stjórnvöld að gera lítið úr vandanum og t.d. bera saman fjölda morða 2014 og 1991 þegar fjöldi morða reis hæst á síðustu öld. þeir nefna bara ekki að síðan þá hefur morðum snarfækkað þar til nýlega og hefur fjölgað stöðugt síðustu ár. Fjöldi skotvopna í undiheimum Malmö hefur margfaldast á síðustu árum samkvæmt upplýsingum lögreglunnar.
Því miður eru þetta engar ýkjur heldur tilfinning okkar sem búum hér.
Ég tek fram að ég er ekki stuðningsmaður Trump heldur þvert á móti
Glæpir í Svíþjóð blásnir upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Vilhjálmur Baldursson
Tenglar
Mínir tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar