því miður engar ýkjur

Umræða um aukna glapatíðni í Svíþjóð er ekki frá Trump eða hans prelátum komin heldur m.a. frá sænskum stjórnvöldum. Yfirmaður (kona) lögreglunar í suður svíþjóð var rekin nýlega vegna þess að ekki hefur náðst árangur í að stemma stigu við auknum glæpum m.a. í Malmö. Ef ég man rétt var líka á mörkunum að ríkislögreglustjórinn héldi sínu starfi.

Seinni part síðasta árs var fjöldi nauðgana og árása á ungar stúlkur orðin slíkur að yfirvöld kvöttu foreldra til að láta þær ekki vera einar á ferð á leið heim ur skóla og íþróttaiðkun. fyrstu daga þessa árs voru daglega fréttir af skotárásum í vissum svæðum í Malmö. Tugir bíla voru brendir á síðast ári og þegar sú bylgja reis hæst i haust var stundum kveikt í meira en 10 bílum á hverri nóttu og svo mætti lengi telja.

Stjórnvöld í Svíþjóð eru í panik vegna aukinna glæpa og aldrei hafa fleiri lögreglumenn hætt störfum í suður svíþjóð en á síðasta ári. Að hluta til vegna yfirmannsins sem var rekinn en að hluta vegna álags sem fylgir að ransak glæpi meðar inflytjenda og flóttamanna. þar rekst lögreglan á vegg þöggunar og þó fjöldi fólks sé vitni að glæpum, til og með morðum, hefur enginn séð neitt.

út á við reyna stjórnvöld að gera lítið úr vandanum og t.d. bera saman fjölda morða 2014 og 1991 þegar fjöldi morða reis hæst á síðustu öld. þeir nefna bara ekki að síðan þá hefur morðum snarfækkað þar til nýlega og hefur fjölgað stöðugt síðustu ár. Fjöldi skotvopna í undiheimum Malmö hefur margfaldast á síðustu árum samkvæmt upplýsingum lögreglunnar.

Því miður eru þetta engar ýkjur heldur tilfinning okkar sem búum hér.

Ég tek fram að ég er ekki stuðningsmaður Trump heldur þvert á móti


mbl.is Glæpir í Svíþjóð blásnir upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilhjálmur Baldursson

Höfundur

Vilhjálmur Baldursson
Vilhjálmur Baldursson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 7226

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband