8.2.2018 | 19:35
Athugið fyrst hvað aðrir eru að gera
Ef Íslendingar færa klukkuna aftur til að leiðrétta tímann ættu menn fyrst að athuga hvað aðrir eru að gera. Svíar eru að ræða í alvöru um að færa sína klukku á sumartíma og stoppa þar, semsagt hætta að breyta klukkunni vor og haust. Taka up sömu skekkjuna sem Íslendingar eru að ræða um að leiðrétta.
Ef þetta verður niðurstaðan hjá Svíum og Íslendingar seinka sinni klukku verður timamunur milli Íslands og Svíþjóðar 3 tímar. Allt árið.
Víðar í Evrópu er rætt um að hætta með sumar / vetrar tíma en mér er ekki kunnugt um hve langt sú umræða er komin né hve víða.
Leggja til að klukkan verði færð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Heilbrigðismál | Aukaflokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Vilhjálmur Baldursson
Tenglar
Mínir tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 114
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 89
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Okkar klukka er röng um 1 klst. allt árið og rúmlega það. Það er ekki verið að leggja til að taka upp sumartíma, heldur rétta klukkuna af.
Sindri Karl Sigurðsson, 8.2.2018 kl. 19:43
Sindri Karl.
Það er akkúrat það sem ég segi, "færa klukkun aftur til að leiðrétta tímann" (hefði kanski átt að segja klukkuna)
Ég tala ekkert um að hugmyndin sé að taku up sumartíma, við höfum haft sumatíma í mörg ár. Ég er í sjálfu sér sammál því að leiðrétta tímann en málið er að aðrar þjóðir eru að hugsa um að taka upp sömu skekkju og við erum með, af hverju vilja þeir það.
Vilhjálmur Baldursson, 8.2.2018 kl. 19:58
Ég er ekki alveg að fylgja þér hvað þú meinar með því að aðrar þjóðir séu að fylgja okkur. Ríkisklukka Íslands er um 1 klst og 15 mínutum betur á undan sinni sól. Ef Svíþjóð ætlar að taka upp Moskvutíma þá er það stórfrétt og að sama skapi þá væri það stórfrétt ef GMT myndi vera færður í hafið á milli Íslands og Færeyja.
Sindri Karl Sigurðsson, 8.2.2018 kl. 22:32
Sindri Karl. Svo fer það eftir því við hvaða punkt er miðað, við Gerpi er skekkjan aðeins um 45 mín.
Benedikt V. Warén, 9.2.2018 kl. 01:31
Sindri Karl.
ég get ekki hjálpað þér ef þú skilur ekki um hvað er verið að tala.
Vilhjálmur Baldursson, 9.2.2018 kl. 04:56
http://www.eileendonoghue.org/media/The-Report-of-the-Special-Commission-on-the-Commonwealth%E2%80%99s-Time-Zone.pdf
Leifur Hákonarson, 9.2.2018 kl. 10:30
Það er eitt að afnema sumar og vetrartímahring en það sem ég er að benda á er að okkar klukka er röng hún getur ekki verið á sama tíma og GMT. og já Benedikt, þetta eru um 45 mínútur hjá mér en síðan bætast við nokkrar gráður til viðbótar til hins helmings landsins, minnir að Reykjavík sé á 24°08´og Gerpir á 13°30´. Það má því segja að klukkan í dag sé réttari hjá mér en í Reykjavík, þó röng sé.
Sindri Karl Sigurðsson, 9.2.2018 kl. 11:44
það er öllum ljóst að klukkan á íslandi er vitlaus, það er búinn að vera sumartimi (daylight saving time) á íslandi síðan ég var barn. Eitt haustið var klukkunni ekki seinkað yfir á vetrartíma og þannig er hún búin að vera of fljót síðan þá.
Ég spyr bara og lagði til að nefndin athugaði: Afhverju eru Svíar að hugsa um að fara yfir á sumartima í vor en seinka klukkunni svo ekki í haust. Semsagt vera á sumartima áfram og þar með, með of fljóta klukku. Þetta er ekkert sem er ákveðið en búin að vera þó nokkur umræða um þetta síðustu vikur hér í Svíþjóð.
Vilhjálmur Baldursson, 9.2.2018 kl. 12:30
Tja... Þeir eru samt með rétta klukku sjáðu til. Þeirra klukka er á þeirra tímabelti, okkar er á röngu tímabelti, GMT. Þetta kemur sumar og vetrartíma ekkert við.
Sindri Karl Sigurðsson, 9.2.2018 kl. 22:17
Sindri Karl
þú virðist staðráðinn í að mistúlka allt sem aðrir hafa að segja. Þar sem við búum við málfrelsi er það líka þinn réttur.
Vilhjálmur Baldursson, 11.2.2018 kl. 17:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.