Færsluflokkur: Heilbrigðismál

Tölurnar frá Kína eru trúlega tómt rugl

Af hverju eru menn að miða tölur um látna í hinum ýmsu löndum wið tölur frá Kína.

Skv upplýsingum í fjölmiðlum hér í Svíþjóð, eru yfirvöld í Kína að afhenda aðstandendum þeirra sem létust í faraldrinum ösku þeirra látnu. Í Wuhan eru afhentar um 3.500 krukkur á dag og hefur svo verið um nokkurra daga skeið.

Útfrá þessum upplýsingum er talið að 25.000 mans eða fleiri hafi látist í þeirri borg einni meðan opinberar tölur frá Kína segja aðeins 3.312  hafi látist í landinu öllu. 

Það hefur verið upplýst að fjöldi mans lést meðan þeir biðu eftir greiningu og væntanlega eru þeir ekki með í þessum opinberu tölum, það er a.m.k. mjög líklegt að upplýsingar um fjölda látinna í Kina sé verulega ábótavant ef ekki hreinlega tómt rugl og lygi. .


mbl.is Tala látinna hefur tvöfaldast á 3 dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athugið fyrst hvað aðrir eru að gera

Ef Íslendingar færa klukkuna aftur til að leiðrétta tímann ættu menn fyrst að athuga hvað aðrir eru að gera. Svíar eru að ræða í alvöru um að færa sína klukku á sumartíma og stoppa þar, semsagt hætta að breyta klukkunni vor og haust. Taka up sömu skekkjuna sem Íslendingar eru að ræða um að leiðrétta. 

Ef þetta verður niðurstaðan hjá Svíum og Íslendingar seinka sinni klukku verður timamunur milli Íslands og Svíþjóðar 3 tímar. Allt árið.

Víðar í Evrópu er rætt um að hætta með sumar / vetrar tíma en mér er ekki kunnugt um hve langt sú umræða er komin né hve víða.


mbl.is Leggja til að klukkan verði færð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Vilhjálmur Baldursson

Höfundur

Vilhjálmur Baldursson
Vilhjálmur Baldursson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband