Færsluflokkur: Kjaramál

Flugvirkjar hafa misreiknað sig hrapalega

Ef flugvirkjar vildu samúð eða stuðning Íslendinga hafa þeir misreiknað sig hrapalega. Að halda tugum þúsunda íslendinga í gíslingu annaðhvort á Íslandi eða erlendis fyrir  og væntanlega yfir mestu fjölskylduhátíð ársins er algjörlega fáránleg aðferðafræði. Þetta sínir algjört dómgreindaleysi. Þeim skjátlaðist ef þeir reiknuðu með að almenningsálitið snerist gegn Icelandair því það er ekki að gerast.

Vel getur verið að flugvirkjar hafi orðið eftir í launaþróun en það er skylda þeirra að sína samfélagslega ábyrgð og beina krafti sínum gegn viðsemjandanum en ekki nota almenning eins og hverjir aðrir hriðjuverkamenn. Verkfall um miðjan janúar hefði haft nákvæmlega sömu áhrif á Icelandair og ferðageirann en ekki á hinn almenna Íslending.

Flugvirkjar: Ef þið viljið laga ímynd ykkar og sína samfélagslega ábyrgð, frestið þá verkafallinu til 15 janúar, þá mun ég og sjálfsagt allur almenningur stiðja ykkur.

 


mbl.is Verkfall flugvirkja hafið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Vilhjálmur Baldursson

Höfundur

Vilhjálmur Baldursson
Vilhjálmur Baldursson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 114
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 89
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband