Flugvirkjar hafa misreiknað sig hrapalega

Ef flugvirkjar vildu samúð eða stuðning Íslendinga hafa þeir misreiknað sig hrapalega. Að halda tugum þúsunda íslendinga í gíslingu annaðhvort á Íslandi eða erlendis fyrir  og væntanlega yfir mestu fjölskylduhátíð ársins er algjörlega fáránleg aðferðafræði. Þetta sínir algjört dómgreindaleysi. Þeim skjátlaðist ef þeir reiknuðu með að almenningsálitið snerist gegn Icelandair því það er ekki að gerast.

Vel getur verið að flugvirkjar hafi orðið eftir í launaþróun en það er skylda þeirra að sína samfélagslega ábyrgð og beina krafti sínum gegn viðsemjandanum en ekki nota almenning eins og hverjir aðrir hriðjuverkamenn. Verkfall um miðjan janúar hefði haft nákvæmlega sömu áhrif á Icelandair og ferðageirann en ekki á hinn almenna Íslending.

Flugvirkjar: Ef þið viljið laga ímynd ykkar og sína samfélagslega ábyrgð, frestið þá verkafallinu til 15 janúar, þá mun ég og sjálfsagt allur almenningur stiðja ykkur.

 


mbl.is Verkfall flugvirkja hafið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Góð grein, takk. Núna á tímum vaxandi áhrifa félagsmiðla er verkfallsvopnið að breytast í sjálfsmorðshníf, sérstaklega þegar um ræðir risastór fjölskyldumál eins og flugferðir fyrir jólin, sem eru skipulögð löngu fyrirfram og erfitt er að breyta. Ósanngirni aðgerðanna getur öskrað á Facebook og Twitter og ekki verður aftur snúið.

Flugið er lífæð okkar Íslendinga við umheiminn sem verður að halda gangandi allan sólarhringinn, allt árið.

Ívar Pálsson, 17.12.2017 kl. 11:27

2 Smámynd: Hrossabrestur

Takk fyrir góða grein.

hræddur er ég um að þetta mál sé í slæmri sjálfheldu, stjórnvöld og alþingisfólk ásamt starfsfólki stjórnkerfisins nutu góðs af umdeildri ákvörðun kjararáðs sem margir töldu úr takti við það sem stefnt skyldi að í kjaramálum nánustu framtíðar og leiða má líkum að því að þar hafi verið sleginn tónninn fyrir þeim kröfum sem nú eru að koma fram.

Hætt er við að staða stjórnvalda til að hafa bein afskipti af þessari deilu sé í meira lagi hæpin á grundvelli þess að þau hafa látið ákvörðun kjararáðs fara fram, með því að setja lög á þessa kjaradeilu en láta ákvörðun kjararáðs standa væru þau að lýsa því yfir að sumir væru jafnari en aðrir.  

Hrossabrestur, 17.12.2017 kl. 15:35

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er ekki eins og Icelandair sé eina flugfélagið sem flýgur til og frá Íslandi.

Ég hef enga samúð með farþegum þó svo að þeir hafi smá óþægindi af launa og hlunninda deilu flugvirkja og Icelandair.

Vilhjálmur er 15. janúar þegar þú hefur ferðast frá og til landsins aftur samkvæmt þinni ferða áætlun?

Verkföll eru yfirleitt síðasta sem gripið er til og þá er það aðallega vegna þess að fyrirtæki sýna engan áhuga að semja.

það skiptir engu máli hvort að verkfallið er sett á 15. desember eða 15.janúar, það verða alltaf einhverjir fyrir óþægindum.

Flugvirkjar sameinaðir standið þið, sundraðir fallið þið.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 18.12.2017 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilhjálmur Baldursson

Höfundur

Vilhjálmur Baldursson
Vilhjálmur Baldursson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband