Km. gjald verður skrifræðis ófreskja.

Tilgangur stjórmálamanna með innleiðingu Km.gjalds á bensín og dísel bíla er aðallega að auka álögur á bifreiðaeigendur án þess að mikið beri á.

Hverjir eru kostir þessa Km. gjalds umfram núverandi kerfi? Svarið er einfalt – Engir

Hverjir eru þá gallarnir?

Kerfið verður dýrt, flókið, óskilvirkt og óréttlátt - sbr. Sama Km. gjald fyrir Fiat 500 og Toyota Land Cruiser.

Besta mæling á mengun og sliti vega er að sjálfsögðu hve marga lítra af eldsneyti þarf að kaupa á bílinn, að því gefnu að tankurinn ekki leki.

Hvað halda menn að það kosti að halda utanum og staðreyna skráningu Km. stöðu íslenskra bíla hvort sem það er gert einu sinni, tvisvar eða fjórum sinnum á ári?

Hvað mun það kosta að halda utanum fjölda Km. sem erlendir bílar sem koma með Norrænu, aka þann tíma sem þeir eru á landinu? Hvað halda menn að það taki langan tíma fyrir tollinn að lesa á Km. mæli allt að 800 bíla sem eru að koma til landsins og allt að 800 bíla sem fara frá landinu hvern fimmtudag plús að reikna gjaldið og rukka þá sem eru að fara.?

Km. gjald er líklega skinsamlegasta leiðin fyrir rafmagnsbíla nema hægt sé með einföldum hætti að koma fyrir KWh. mæli  sem mæli hleðsluna inn á rafgeymana.

Menn geta alltaf deilt um hvort bifreiðagjald sem ekki tekur tillit til aksturs sé réttlátt eða ekki en það er fasteignagjal á hús og íbúðir ekki heldur. Það verður alltaf umdeilt hvort skattar séu réttlátir eða ekki og bifreiðagjald er jú ekkert annað en skattur þrátt fyrir nafnið. Vilji menn gera bifreiðagjaldið réttlátara má færa hluta þess in í eldsneytisverð (kílómetragjald fyrir rafbíla)

Einn tilgangur með innleiðingu Km. gjalds er að sögn stjórnmálamanna að tryggja að gjöld af bifreiðum fari í vegakerfið. Bull og vitleysa: það er alveg hægt að gera með núverandi kerfi með því að setja í lög hve stór hluti eldsneytisgjalda eigi að fara í vegakerfið og hve stór hluti er skattur sem fara á í gæluverkefni stjórnvalda og standa við þá skipting.

Varðandi erlenda bíla má benda tolla og skattayfirvöldum á að fjöldi stórra tofærubifreiða kemur með hverri ferð Norrænu og margir með hundruð lítra af eldsneyti á brúsum sem geymdir eru í bílnum eða á toppgrind. Það ætti að sjálfsögðu að rukka eldsneytisgjald fyrir allt elsneyti sem ekki er á upprunalegum eldsneytisgeymi hvers bíls. Ef ekki er tími eða vilji til að inheimta þessi gjöld, hvernig telja menn að gangi að innheimta Km. gjald fyrir akstur á Íslandi.

Það er ótrúlegt að FÍB með Runólf í broddi fylkingar skuli vera að leggja blessun sína yfir þessa vitleysu sem innleiðing Km. gjalds er. Einu mótmælin snúast um óréttlætið í að gjaldið verði það sama fyrir litla og stóra einkabíla en leiðrétting þess ágalla mun stórauka annan ágalla sem er flækjustig kerfisins.


mbl.is Óeðlilegt að sama gjald verði tekið óháð þyngd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Vilhjálmur Baldursson

Höfundur

Vilhjálmur Baldursson
Vilhjálmur Baldursson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.11.): 63
  • Sl. sólarhring: 63
  • Sl. viku: 67
  • Frá upphafi: 7743

Annað

  • Innlit í dag: 45
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 44
  • IP-tölur í dag: 42

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband