Tölurnar frá Kína eru trúlega tómt rugl

Af hverju eru menn að miða tölur um látna í hinum ýmsu löndum wið tölur frá Kína.

Skv upplýsingum í fjölmiðlum hér í Svíþjóð, eru yfirvöld í Kína að afhenda aðstandendum þeirra sem létust í faraldrinum ösku þeirra látnu. Í Wuhan eru afhentar um 3.500 krukkur á dag og hefur svo verið um nokkurra daga skeið.

Útfrá þessum upplýsingum er talið að 25.000 mans eða fleiri hafi látist í þeirri borg einni meðan opinberar tölur frá Kína segja aðeins 3.312  hafi látist í landinu öllu. 

Það hefur verið upplýst að fjöldi mans lést meðan þeir biðu eftir greiningu og væntanlega eru þeir ekki með í þessum opinberu tölum, það er a.m.k. mjög líklegt að upplýsingar um fjölda látinna í Kina sé verulega ábótavant ef ekki hreinlega tómt rugl og lygi. .


mbl.is Tala látinna hefur tvöfaldast á 3 dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Kárason

Hvaðan færðu upplýsingarnar um 3500 krukkurnar? Hef ekki séð þetta. Eru þetta opinberar tölur?

Ágúst Kárason, 1.4.2020 kl. 13:23

2 Smámynd: Vilhjálmur Baldursson

las þetta í grein í Kvälsposten í gær. það eru margir sem hafa efast stórlega um tölurnar frá Kína alveg frá byrjun.

Vilhjálmur Baldursson, 1.4.2020 kl. 15:17

3 Smámynd: Ágúst Kárason

Sæll, eftir að hafa skoðað málið þá fann ég aðeins eina grein í Daily Mail fyrir 2 dögum síðan sem er líklega rótin af þessu og það er nú ekki beint áræðanlegur miðill. Allavega í fyrsta lagi þá hafa ekki verið neinar útfarir í Wuhan í langan tíma af skiljanlegum ástæðum sem þyðir að allir aðrir sem deyja af öðrum orsökum hljóta að sjálfsögðu að vera hluti af þessum krukkum líka. Fólk hættir ekkert að deyja af öðrum orsökum þó að svona gangi yfir. Auðveldar tölur hérna, svona aðeins fyrir þig til að átta þig betur á þessu.  Wuhan borg er ekki lítil, hefur um 11 miljónir íbúa, New York borg hefur 8,4 miljónir íbúa til samanburðar. Meðal dánartala í kína er rúmlega 7 manns per þúsund íbúa sem þýðir að fyrir hverja miljón íbúa þá deyja árlega 7 þúsund manns. Nú 11 miljónir gefa okkur þá 77 þúsund og deilt með 12 gefur okkur 6400 manns sem deyja reglulega í hverjum mánuði í Wuhan borg án þess að þurfa neina drepsótt. Það hafa ekki verið neinar útfarir þarna í líklega 3 mánuði útaf lokuninni sem segir okkur að það eru 18 þúsund krukkur sem þarf að ganga frá fyrir utan þessar 2500 sem eru af fórnarlömbum Covid-19 í Wuhan. Sem sagt það þarf að dreifa 20500 krukkum þarna núna eftir opnunina. Mikil örtröð hlýtur því að vera þarna þegar fólk er að greftra sýna nánustu sem dóu á þessu tímabilli í Wuhan. Og þetta stoppar ekkert því það eru venjulega að meðaltali 214 á hverjum degi sem gefur líka skýrari mynd af örtröðinni sem líkast til er þarna eftir að það var opnað. Skýrir þetta krukkumálið eitthvað betur?

Ágúst Kárason, 1.4.2020 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilhjálmur Baldursson

Höfundur

Vilhjálmur Baldursson
Vilhjálmur Baldursson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband