Pólitískur Tittlingaskítur

Þetta er fyrir það firsta stórfurðuleg fyrirsögn, það var ekki héraðsdómari sem sló óþekkan nemanda heldur kennari sem seinna varð héraðsdómari.

Á þessu tíma máttu foreldrar flengja börn sín og það þótti ekki tiltökumál að kennari slæði einhvern utanundir. Í dag væri það hins vegar saknæmt.

Um það sníst líka málið, þegar Ástráður á að hafa slegið Svein var það ekki álitið athugavert eins og Sveinn segir sjálfur. Hvernig getur hann á sama tíma sagt að þetta sé ekki pólitísk árás.

Ég og flestir mínir skólafélaga fengum á einhverjum tíma líkamlega refsingu frá okkar kennurum, kanski slegnir með reglustiku á fingurgóma eðe eithvað álíka. Þetta þótti ekkert tiltökumál svo lengi sem ekki sá á okkur og ef við höfðum hagað okkur illa. Í dag er þetta ekki í lagi en gömlu kennararnir okkar eru samt engir glæpamenn. Voru reyndar flestir hinir mætustu menn sem vildu okkur bara það besta.

Til að taka af allan vafa um á hvaða öld ég var í skóla þá er ég 12 árum eldir en  Sveinn

Veröldin breitist og mannanna siðir með. En það er alveg út í hött að ætla að draga up hluti sem einhver gerði fyrir 40 árum  sem vour eðlilgir þá og telja það löst við þann sama mann í dag, svo fremi að viðkomandi hafi látið af umræddri háttsemi.

Ég þekki hvorugan mannin en að Sveinn haldi því fram að hér sé ekki um pólitískan illvilja að ræða er bara á góðri íslensku hreinasta helv. vitleysa.


mbl.is Sakar héraðsdómara um að hafa slegið sig sem barn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

við erum í 30. sæti listans

Eins og venjulega er ekki hægt að treysta fréttamönnum. Ef Henleys listinn er skoðaður sést að Íslenska vegabréfið er í 30. til 33. sæti en ekki því 10. eins of haldið er fram í fréttinni. Öll norðurlöndin, Bretland, USA og flest Evrópuríki eru fyrir ofan okkur á listanum. Með okkur í 30. til 33. sæti er Ungverjaland, Letland og Sovenia.

Það rétta er að Íslenskt vegabréf gildir til 180 landa meðan vegabréf frá Japan og Singapor gildir til 190 landa, án sérstakrar áritunar. Handhafar vegabréfa frá 29 löndum komast hins vegar til fleiri landa en Íslendingar án áritunar.

 


mbl.is Íslensk vegabréf í 10. sæti listans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um hvað er þessi frétt?

Ef uplýsingarnar í fréttinni eru skoðaðar sér maður að hver maður sem kemur á Octoberfest drekkur um 1,16 L af bjór, 0,014 L af víni, étur 0,07 Kjúklinga og 0,036 Pylsur.

Að mínu mati er þetta minna en meðal þjóðverji drekkur og etur á einu kvöldi þegar þeir fara út að skemmta sér. að sjálfsögðu prumpa gestirnir líka eins og annað fólk en það er sagt að meðalmaðurinn prumpi ca. 14 sinnum á dag, kanski þeir ropi aðeins meira en meðalmaðurinn eftir að drekka rúman lítra af bjór.

Lélegur bruni á gaseldavélum getur hæglega valdið metan mengun en þar sem stór hluti skindibita í þýskalandi er eldaður á gasi reikna ég ekki með að sú mengun sé meiri á Octoberfest en alment gerist á skindibitastöðum.

Niðurstaða þessara "vísindamanna" er semsagt að þar sem 7.000.000 manna koma saman, drekka bjór og éta kjúkling eða pylsur má reikna með að að þeir prumpi og ropi metangasi.

En þá að öðru alvarlegu umhverfisvandamáli. Það er sagt og hefur verið ransakað að jórturdýr eins og nautgripir prumpa mikið og orsaka metanmengun. Sem lausn á þessu hefur verið lagt til að minnka kjötneyslu og að allir gerist grænmetisætur.

Ég legg til að þessir "vísindamenn" prófi að hjóla á eftir grænmetisætum og mæli metanmengunina frá þeim. það er kanski bara betra að leifa beljunum að prumpa og leifa Octoberfest en banna grænmetisætur. Ég reikna þó ekki með að það breyti miklu í loftlagsmálum en hver veit, "vísindamennirnir" fengju allavega verðugt verkefni.

 


mbl.is Októberfest mengaði 10x meira en Boston
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hún að hugsa um umhverfið eða frægðina

Það lítur vel út að hafa siglt á seglbát frá Svíþjóð til New York til að mótmæla umhverfis sóðaskap EN --

Skv. mínum bestu heimildum þá flugu áhafnarmeðlimirnir til baka til Svíþjóðar, þeir voru víst 4 og mun stærri en Greta. Til að sigla skútunni til baka þurfa svo amk 4 að fljúga frá Svíþjóð til New York.

Unhverfis eða aðgerðarsinninn Gréta hefði því skilið eftir sig 75% minna kolefnisspor með því einfaldlega að fljúga fram og til baka.

En af hverju að hugsa rökrétt og gera það besta fyrir umhverfið þegar maður fær athygli fyrir það gagstæða.

 

Eg vil taka fram að ég stið heilshugar baráttu fyrir minkun losunar á gróðurhúsa lofttegundum en bara ekki svona sýndarmennsku


mbl.is Óvíst hvenær og hvernig Greta fer heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engar vísbendingar?

 Þarf að færa löggunni sannanir á silfurfati til að þeir nenni að ransaka mál.

Ég hef heyrt að það sé eithvað til sem heitir fingraför og lifssýni. Það hefði kanski verið rétt að leita slíkra vísbendinga áður en bæjarstarfsmenn eru látnir henda öllu saman á haugana.


mbl.is Sorpið reyndist kannabisúrgangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílík della

Það er bara eitt um þetta að segja.

Þetta er algjör della.

Hvernig ætlar hún að hugsa um barn svo vel sé, ráða aðra aðstoðarmanneskju á kostnað skattborgaranna?


mbl.is Freyju mismunað vegna fötlunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

sköffum þeim svefnpoka

Ef þessum einstaklingum líkar ekki vistin að Ásbrú má gjarna gefa Íslendingum kost á húsnæðinu. það er fáránlegt að láta íslenska skattgreiðendur vera á hrakhólum með húsnæði ef þessir svokölluðu, umsækjendur um alþóðlega vernd eru svo vanþakklátir að vilja ekki þetta önvegis húsnæði. Ég segi svokölluðu þar sem það sínir sig æ ofan i æ að þeir eiga engan rétt á að kalla sig þetta og eru að eyðileggja fyrir þeim sem þurfa þessa vernd.

Þeir gætu þá fengið góða svenpoka first kuldinn er betri og kanski þeir mundu þá þakka okkur fyrir brottvísunina og frítt far þegar þar að kemur


mbl.is Kuldinn betri en Ásbrú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var honum rænt

Eg hélt að mannræningjar krefðust lausnargjalds en dómarar tryggingar.


mbl.is Milljón dala trygging
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta frétt?

Er verið að gera tilraun til að gera þennan mann að hetju?

Það er sorglegt fyrir aðstandendur hans að hann var drepinn. En er það virkilega eithvað til að státa sig af eða á nokkurn hátt merkilegt að hafa litað á sér hárið og klest lit framan í sig til að komast í þá aðstöðu að geta drepið aðra.

þessi maður er síður en svo merkilegri en aðrir sem hafa dáið og ég sé ekki fréttagildið í þessum upplýsingum.


mbl.is Dekkti húð og hár og komst til Afrín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

þvílík Heimska

Vilja þessir vanvitar meina að það sé á allra vitorði að þeir geri sig að fíflum á þessum bar þannig að fólk geti skipulagt að koma og taka up rausið í þeim.

Þessir gemlingar grafa sig dýpra og dýpra í spillingarleðjuna í hvert skipti sem þeir opna munninn um þetta mál. Burt með þetta hyski af Alþingi og enga opinbera bitlinga handa neinu þeirra.


mbl.is Segja upptökurnar skipulagða aðgerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Vilhjálmur Baldursson

Höfundur

Vilhjálmur Baldursson
Vilhjálmur Baldursson
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband