Um hvað er þessi frétt?

Ef uplýsingarnar í fréttinni eru skoðaðar sér maður að hver maður sem kemur á Octoberfest drekkur um 1,16 L af bjór, 0,014 L af víni, étur 0,07 Kjúklinga og 0,036 Pylsur.

Að mínu mati er þetta minna en meðal þjóðverji drekkur og etur á einu kvöldi þegar þeir fara út að skemmta sér. að sjálfsögðu prumpa gestirnir líka eins og annað fólk en það er sagt að meðalmaðurinn prumpi ca. 14 sinnum á dag, kanski þeir ropi aðeins meira en meðalmaðurinn eftir að drekka rúman lítra af bjór.

Lélegur bruni á gaseldavélum getur hæglega valdið metan mengun en þar sem stór hluti skindibita í þýskalandi er eldaður á gasi reikna ég ekki með að sú mengun sé meiri á Octoberfest en alment gerist á skindibitastöðum.

Niðurstaða þessara "vísindamanna" er semsagt að þar sem 7.000.000 manna koma saman, drekka bjór og éta kjúkling eða pylsur má reikna með að að þeir prumpi og ropi metangasi.

En þá að öðru alvarlegu umhverfisvandamáli. Það er sagt og hefur verið ransakað að jórturdýr eins og nautgripir prumpa mikið og orsaka metanmengun. Sem lausn á þessu hefur verið lagt til að minnka kjötneyslu og að allir gerist grænmetisætur.

Ég legg til að þessir "vísindamenn" prófi að hjóla á eftir grænmetisætum og mæli metanmengunina frá þeim. það er kanski bara betra að leifa beljunum að prumpa og leifa Octoberfest en banna grænmetisætur. Ég reikna þó ekki með að það breyti miklu í loftlagsmálum en hver veit, "vísindamennirnir" fengju allavega verðugt verkefni.

 


mbl.is Októberfest mengaði 10x meira en Boston
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hún að hugsa um umhverfið eða frægðina

Það lítur vel út að hafa siglt á seglbát frá Svíþjóð til New York til að mótmæla umhverfis sóðaskap EN --

Skv. mínum bestu heimildum þá flugu áhafnarmeðlimirnir til baka til Svíþjóðar, þeir voru víst 4 og mun stærri en Greta. Til að sigla skútunni til baka þurfa svo amk 4 að fljúga frá Svíþjóð til New York.

Unhverfis eða aðgerðarsinninn Gréta hefði því skilið eftir sig 75% minna kolefnisspor með því einfaldlega að fljúga fram og til baka.

En af hverju að hugsa rökrétt og gera það besta fyrir umhverfið þegar maður fær athygli fyrir það gagstæða.

 

Eg vil taka fram að ég stið heilshugar baráttu fyrir minkun losunar á gróðurhúsa lofttegundum en bara ekki svona sýndarmennsku


mbl.is Óvíst hvenær og hvernig Greta fer heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Vilhjálmur Baldursson

Höfundur

Vilhjálmur Baldursson
Vilhjálmur Baldursson
Okt. 2019
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband