þetta er engin afsökun.

Engar afsakanir eru teknar gildar ef þú ekki skilar skattskýrslu á réttum tíma þó það sé vegna anna í þinni vinnu. Engin afsökun ef sakborningur mætir ekki fyrir rétt vegna anna í sinni vinnu og þannig má lengi telja.

Af hverju geta opinberir starfsmenn alltaf afsakað sig með önnum og manneklu. Hættið þessu væli og ljúið ykkar verkum á réttum tíma. Almenningur á rétt á því, fyrir það borgum við okkar skatta og skyldur


mbl.is „Ómöguleg staða“ hjá embættunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers konar meðferð þurfa Þingmenn

þegar íslendingar heimsækja mig í Svíþjóð finnst mörgum fáránlegt að þurfa að fara í áfengisverslun hér til að kaupa vín, bjór og sterkt áfengi. Tala um afturhaldsemi svía og finnst skrítið að þetta sé ekki selt í búðum og bensínstöðvum eins og í Danmörku. Mér finnst því merkilegt ef svo mikill meirihluti sé gegn breytingum á Íslandi.

Það sem ég heyri að fer helst í fólk er rýmkun heimilda til að auglýsa áfengi sem er líka fáránlegt.

Leyfið sölu áfengis í verslunum með einhverjum skinsamlegum reglum en bannið áfram að auglýsa áfengi og lokið ÁTVR. Aðgengið er nú þegar það mikið og gott að þetta myndi engu breyta í þeim efnum.


mbl.is Býður þingmönnum í „meðferð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

um hvað er maðurinn að tala

Heldur "hæstvirtur" fjármálaráðherra að hann geti bara fest gangi krónunnar við annan gjaldmiðil með einhverri hokus pokus þulu. Til að það gangi þarf peninga- og atvinnu-málastefnu til að stýra raungengi Krónunnar og af orðum hans að dæma veit hann ekki um hvað það mál snýst. 

Hann veit kanski ekki að almenningur í flestum eða öllum minni ríkjum Evru svæðisins og sumum þeirra stærri líka, vildi óska að þeir hefðu eigin gjalmiðil til að geta stýrt sínum efnahagsmálum og atvinnustigi. Sami almenningur horfir í raun öfundaraugum til Íalands sem getur stýrt sínum málum, meðal annars með genginu.

Benedikt, láttu Krónuna vera. 


mbl.is Óbreytt ástand „óforsvaranlegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Vilhjálmur Baldursson

Höfundur

Vilhjálmur Baldursson
Vilhjálmur Baldursson
Apríl 2017
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 7217

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband